Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Betri flokkar hækka í verði en lakari flokkar lækka
Fréttir 23. ágúst 2021

Betri flokkar hækka í verði en lakari flokkar lækka

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sláturfélag Suðurlands hefur birt breytingar á verðskrá sinni á ungnautakjöti og tekur breytingin gildi 30. ágúst næstkomandi. Verð á undnautakjöti hækkar við breytingarnar aðrir flokkar eru óbreyttir. Breytingin felst í lækkun á lakari flokkum og hækkun á betri flokkum.

Allir gripir sem flokkast undir 200 kíló lækka í verði, P gripir frá 9,4% í rúmlega 17,5%. O- gripir undir 200 kíló lækkar um 5,4% og aðrir flokkar undir 200 kíló lækka um 4,2 til 4,3%. Sláturfélagið breytti verðskrá sinni síðast í nóvember 2020 og er þannig 12 mánaða breyting á undir 200 kílóum gripum frá 24% í 2,7%, mest í lökustu flokkuninni.

Í þyngdarflokknum 200 til 260 kílóa gripir eru það einungis O og lakari flokkar sem lækka um 1,2% niður í 4,4% fyrir P-. O flokkar og betri standa í stað.

Í yfir 260 kílóa þyngdarflokki er það einungis P og P- sem lækka en allir aðrir flokkar hækka. Frá O nemur hækkunin í kringum 2%.

Ef horft er til 12 mánaða sést að lækkunin á P- hefur verið í kringum 10% meðan að U hefur hækkað um 3,6% en annað hefur breyst minna.

Á heimasíðu Landssambands kúabænda, naut.is segir að það veki athygli að um sé um að ræða fyrstu verðbreytingu ársins 2021. Árin á undan hefur verið algengt að sláturleyfishafar breyti verðskrám sínum tvisvar til þrisvar á ári. „Það væri því ekki ósennilegt að frekari verðbreytinga væri að vænta. Því er mikilvægt fyrir bændur að fylgjast vel með verðskránum sem að eru reglulega uppfærðar og má finna nýjustu uppfærsluna undir Markaðsmál og verðlistar á forsíðu naut.is“.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...