Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Betri flokkar hækka í verði en lakari flokkar lækka
Fréttir 23. ágúst 2021

Betri flokkar hækka í verði en lakari flokkar lækka

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sláturfélag Suðurlands hefur birt breytingar á verðskrá sinni á ungnautakjöti og tekur breytingin gildi 30. ágúst næstkomandi. Verð á undnautakjöti hækkar við breytingarnar aðrir flokkar eru óbreyttir. Breytingin felst í lækkun á lakari flokkum og hækkun á betri flokkum.

Allir gripir sem flokkast undir 200 kíló lækka í verði, P gripir frá 9,4% í rúmlega 17,5%. O- gripir undir 200 kíló lækkar um 5,4% og aðrir flokkar undir 200 kíló lækka um 4,2 til 4,3%. Sláturfélagið breytti verðskrá sinni síðast í nóvember 2020 og er þannig 12 mánaða breyting á undir 200 kílóum gripum frá 24% í 2,7%, mest í lökustu flokkuninni.

Í þyngdarflokknum 200 til 260 kílóa gripir eru það einungis O og lakari flokkar sem lækka um 1,2% niður í 4,4% fyrir P-. O flokkar og betri standa í stað.

Í yfir 260 kílóa þyngdarflokki er það einungis P og P- sem lækka en allir aðrir flokkar hækka. Frá O nemur hækkunin í kringum 2%.

Ef horft er til 12 mánaða sést að lækkunin á P- hefur verið í kringum 10% meðan að U hefur hækkað um 3,6% en annað hefur breyst minna.

Á heimasíðu Landssambands kúabænda, naut.is segir að það veki athygli að um sé um að ræða fyrstu verðbreytingu ársins 2021. Árin á undan hefur verið algengt að sláturleyfishafar breyti verðskrám sínum tvisvar til þrisvar á ári. „Það væri því ekki ósennilegt að frekari verðbreytinga væri að vænta. Því er mikilvægt fyrir bændur að fylgjast vel með verðskránum sem að eru reglulega uppfærðar og má finna nýjustu uppfærsluna undir Markaðsmál og verðlistar á forsíðu naut.is“.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...